Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2019 16:43 Hollenska flugfélagið stekkur til eftir fall WOW og býður uppá ódýrt flug milli KEF og Evrópu. Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia. Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia.
Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira