Segir Kárahnjúkavirkjun verða hryggjarstykki auðlindasjóðs Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2019 21:00 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, rekur ráðgjafafyrirtækið Askja Energy. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál, sem telur að þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif geti Íslendingar verið stoltir af þessu mikla mannvirki. Rætt var við Ketil í fréttum Stöðvar 2. Tólf ár eru frá því Kárahjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu en hún var afar umdeild. Andstæðingar fjölmenntu meðal annars fyrir utan Ráðhúsið í Reykjavík í ársbyrjun 2003 til að krefast þess að borgin, sem 45 prósent eigandi Landsvirkjunar á þeim tíma, losaði sig undan fjárhagslegri ábyrgð á virkjuninni enda myndu allir tapa á henni, samkvæmt því sem stóð á mótmælaspjöldum.Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin er einhver sú umdeildasta sem ráðist hefur verið í hérlendis.Vísir/Pjetur.„Þetta var auðvitað virkjun sem hafði margvísleg umhverfisáhrif og kannski ekki skrítið að hún fengi neikvæð viðbrögð út af því. En á móti kemur að hún skilar miklum tekjum,“ segir Ketill. „Að vísu er það þannig að upphaflegi samningurinn hljóðaði upp á mjög lágt verð. Þannig að Alcoa má mjög vel við una við verðið fyrstu um það bil 20 ár samningstímans.“ Ketill, sem rekur sjálfstæða ráðgjöf um orkumál, bendir á það í grein í Kjarnanum að orkusamningurinn við álver Alcoa á Reyðarfirði komi líklegast til endurskoðunar árið 2028.Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.vísir/valli„Og miðað við yfirlýsingar Landsvirkjunar upp á síðkastið þá er greinilegt að Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að orkuverðið hækki mikið í þeim samningi árið 2028“. Kárahnjúkavirkjun er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins og stendur undir um þriðjungi af orkuframleiðslu Landsvirkjunar. „Þá eiginlega blasir við að virkjunin mun skila geysilegum arði frá og með 2028 og vera algjört hryggjarstykki í auðlindasjóði, sem mér sýnist að stjórnvöld stefni mjög ákveðið að.“Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaKetill kveðst þó ekki geta svarað því hvort viðhorfin til Kárahnjúkavirkjunar eigi eftir að breytast. „Þrátt fyrir umhverfisáhrifin, sem voru af þessu, og mörg hver mjög eflaust neikvæð, að þá held ég að Íslendingar geti verið mjög stoltir af þessari virkjun. Þetta er glæsilegt mannvirki og þetta er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, fyrir utan Rússland. Þetta var meiriháttar projekt og það tókst mjög vel til,“ segir Ketill. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál, sem telur að þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif geti Íslendingar verið stoltir af þessu mikla mannvirki. Rætt var við Ketil í fréttum Stöðvar 2. Tólf ár eru frá því Kárahjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu en hún var afar umdeild. Andstæðingar fjölmenntu meðal annars fyrir utan Ráðhúsið í Reykjavík í ársbyrjun 2003 til að krefast þess að borgin, sem 45 prósent eigandi Landsvirkjunar á þeim tíma, losaði sig undan fjárhagslegri ábyrgð á virkjuninni enda myndu allir tapa á henni, samkvæmt því sem stóð á mótmælaspjöldum.Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin er einhver sú umdeildasta sem ráðist hefur verið í hérlendis.Vísir/Pjetur.„Þetta var auðvitað virkjun sem hafði margvísleg umhverfisáhrif og kannski ekki skrítið að hún fengi neikvæð viðbrögð út af því. En á móti kemur að hún skilar miklum tekjum,“ segir Ketill. „Að vísu er það þannig að upphaflegi samningurinn hljóðaði upp á mjög lágt verð. Þannig að Alcoa má mjög vel við una við verðið fyrstu um það bil 20 ár samningstímans.“ Ketill, sem rekur sjálfstæða ráðgjöf um orkumál, bendir á það í grein í Kjarnanum að orkusamningurinn við álver Alcoa á Reyðarfirði komi líklegast til endurskoðunar árið 2028.Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.vísir/valli„Og miðað við yfirlýsingar Landsvirkjunar upp á síðkastið þá er greinilegt að Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að orkuverðið hækki mikið í þeim samningi árið 2028“. Kárahnjúkavirkjun er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins og stendur undir um þriðjungi af orkuframleiðslu Landsvirkjunar. „Þá eiginlega blasir við að virkjunin mun skila geysilegum arði frá og með 2028 og vera algjört hryggjarstykki í auðlindasjóði, sem mér sýnist að stjórnvöld stefni mjög ákveðið að.“Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaKetill kveðst þó ekki geta svarað því hvort viðhorfin til Kárahnjúkavirkjunar eigi eftir að breytast. „Þrátt fyrir umhverfisáhrifin, sem voru af þessu, og mörg hver mjög eflaust neikvæð, að þá held ég að Íslendingar geti verið mjög stoltir af þessari virkjun. Þetta er glæsilegt mannvirki og þetta er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, fyrir utan Rússland. Þetta var meiriháttar projekt og það tókst mjög vel til,“ segir Ketill. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15