Greiða fyrir kínverskum greiðslum í Leifsstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. apríl 2019 15:36 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lagardère Travel Retail Veitingafyrirtækið Lagardère Travel Retail á Íslandi, sem á og rekur veitinga- og kaffistaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og fyrirtækið Central Pay hafa komist að samkomulagi um notkun á Alipay og WeChat Pay í flugstöðinni. Um er að ræða farsímagreiðslulausnir sem njóta mikilla vinsælda í Kína. Áætlað er að um 700 milljón Kínverjar notfæri sér Alipay og að um milljarður manna skrái sig reglulega inn á WeChat. Að sama skapi er því talið að greiðslur í gegnum þessa miðla nema um 94 prósent allra farsímagreiðslna í Kína. Þannig má ætla að vertar í flugstöðinni reyni með innleiðingu þessara lausna að koma til móts við þá kínversku ferðamenn sem hafa viðkomu í húsinu. Þeir voru um 90 þúsund talsins í fyrra en áætlað er að þeir verði 110 þúsund í ár. Haft er eftir Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá Lagardère Travel Retail, í tilkynningu að snertilausar greiðslur séu orðinn aðalgreiðslumátinn hjá þessum farþegahópi. „Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á viðskiptahætti sem þeir þekkja, til að geta tryggt fljót og hnökralaus viðskipti. Flugvellir eru oft fyrsti viðkomustaður ferðamanna um landið okkar og það er mikilvægt að geta sýnt þeim að við getum komið til móts við þarfir þeirra, sama hvaðan þeir koma,” segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur tekur breytingum: Nýtt verslunarrými opnar formlega á föstudag Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. 9. júní 2015 11:15 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Veitingafyrirtækið Lagardère Travel Retail á Íslandi, sem á og rekur veitinga- og kaffistaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og fyrirtækið Central Pay hafa komist að samkomulagi um notkun á Alipay og WeChat Pay í flugstöðinni. Um er að ræða farsímagreiðslulausnir sem njóta mikilla vinsælda í Kína. Áætlað er að um 700 milljón Kínverjar notfæri sér Alipay og að um milljarður manna skrái sig reglulega inn á WeChat. Að sama skapi er því talið að greiðslur í gegnum þessa miðla nema um 94 prósent allra farsímagreiðslna í Kína. Þannig má ætla að vertar í flugstöðinni reyni með innleiðingu þessara lausna að koma til móts við þá kínversku ferðamenn sem hafa viðkomu í húsinu. Þeir voru um 90 þúsund talsins í fyrra en áætlað er að þeir verði 110 þúsund í ár. Haft er eftir Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá Lagardère Travel Retail, í tilkynningu að snertilausar greiðslur séu orðinn aðalgreiðslumátinn hjá þessum farþegahópi. „Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á viðskiptahætti sem þeir þekkja, til að geta tryggt fljót og hnökralaus viðskipti. Flugvellir eru oft fyrsti viðkomustaður ferðamanna um landið okkar og það er mikilvægt að geta sýnt þeim að við getum komið til móts við þarfir þeirra, sama hvaðan þeir koma,” segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur tekur breytingum: Nýtt verslunarrými opnar formlega á föstudag Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. 9. júní 2015 11:15 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur tekur breytingum: Nýtt verslunarrými opnar formlega á föstudag Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. 9. júní 2015 11:15