Fótbolti

Fyrsti Evrópumeistari Breta í fótbolta látinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stytta McNeill stendur fyrir utan heimavöll Celtic
Stytta McNeill stendur fyrir utan heimavöll Celtic vísir/getty
Celtic goðsögnin Billy McNeill er látinn, 79 ára að aldri. McNeill varð fyrsti Bretinn til þess að lyfta Evrópumeistaratili í knattspyrnu.

McNeill var ein mesta hetja Celtic. Hann var fyrirliði liðsins og leiddi liðið til níu Skotlandsmeistaratitla í röð, sjö bikartitla og Evrópubikarsins árið 1967.





McNeill fæddist 2. mars 1940 í Skotlandivísir/getty
Þá var hann tvisvar knattspyrnustjóri Celtic og vann fjóra meistaratitla og fjóra bikartitla sem þjálfari. Á þjálfaraferlinum stýrði hann einnig Manchester City og Aston Villa.

Síðasta áratuginn hafði McNeill þjáðst af heilabilun og undir það síðasta gat hann ekki lengur talað.

Celtic sagði í tilkynningu að hann hefði dáið í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskylda hans sagði að hann hefði „barist allt til endaloka og sýndi þann styrk sem hafði einkennt líf hans.“

„Þetta er mjög sorglegur tími í fjölskyldunni og við vitum að friðhelgi einkalífs okkars verður virt en faðir okkar tók sér alltaf tíma fyrir stuðningsmennina svo vinsamlegast segið sögur af honum, syngið söngva hans og hjálpið okkur að halda upp á líf hans,“ sagði í tilkynningu McNeill fjölskyldunnar.

McNeill spilaði sinn fyrsta leik fyrir Celtic 23. ágúst 1958 og þann síðasta 3. maí 1975. Hann átti yfir 800 leiki fyrir skoska félagið og 29 landsleiki fyrir Skotland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×