Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:30 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira