Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 21:13 Kínverska fyrirtækið Huawei er ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilskipuninni en hún er engu að síður talin útiloka viðskipta þess við bandarísk fjarskiptafyrirtæki. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi til að réttlæta bann við því að bandarísk tæknifyrirtæki noti erlendan tæknibúnað sem yfirvöld telja geta stefnt þjóðaröryggi í hættu. Ákvörðunin er talin nýjasta útspil Trump í viðskiptastríði hans við Kínverja. Ekkert ákveðið ríki eða fyrirtæki er nefnt í forsetatilskipuninni sem Trump gaf út í dag. New York Times segir að tilskipunin útiloki hins vegar kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í 5G-væðingu bandarískra fjarskiptakerfa. Í henni er fullyrt að óvinveitt erlend ríki reyni að nýta sér veikleika í fjarskiptatækni og þjónustu Bandaríkjanna, ekki síst í þágu efnahags- og iðnnjósna. Bandarísk yfirvöld fá nú að banna viðskipti þarlendra fyrirtækja við fyrirtæki sem eru á valdi óvinveittra erlendra ríkja sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa áður hótað bandamönnum sínum að þau muni hætta að deila upplýsingum með þeim ef þau kaupa kínverska tækni til að byggja um 5G-kerfi. Þau telja að kínversk fyrirtæki muni geta stýrt fjarskiptakerfunum og haft aðgang að samskiptum sem fara fram yfir þau. Viðskiptastríð geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin tvö hafa skipst á að leggja innflutningstolla upp á hundruð milljarða dollara á vörur hvor annars. Bandaríkin Donald Trump Huawei Kína Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi til að réttlæta bann við því að bandarísk tæknifyrirtæki noti erlendan tæknibúnað sem yfirvöld telja geta stefnt þjóðaröryggi í hættu. Ákvörðunin er talin nýjasta útspil Trump í viðskiptastríði hans við Kínverja. Ekkert ákveðið ríki eða fyrirtæki er nefnt í forsetatilskipuninni sem Trump gaf út í dag. New York Times segir að tilskipunin útiloki hins vegar kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í 5G-væðingu bandarískra fjarskiptakerfa. Í henni er fullyrt að óvinveitt erlend ríki reyni að nýta sér veikleika í fjarskiptatækni og þjónustu Bandaríkjanna, ekki síst í þágu efnahags- og iðnnjósna. Bandarísk yfirvöld fá nú að banna viðskipti þarlendra fyrirtækja við fyrirtæki sem eru á valdi óvinveittra erlendra ríkja sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa áður hótað bandamönnum sínum að þau muni hætta að deila upplýsingum með þeim ef þau kaupa kínverska tækni til að byggja um 5G-kerfi. Þau telja að kínversk fyrirtæki muni geta stýrt fjarskiptakerfunum og haft aðgang að samskiptum sem fara fram yfir þau. Viðskiptastríð geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin tvö hafa skipst á að leggja innflutningstolla upp á hundruð milljarða dollara á vörur hvor annars.
Bandaríkin Donald Trump Huawei Kína Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira