Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:00 Stephen Curry og Seth Curry. Getty/ Jonathan Ferrey Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn. NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn.
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira