Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 10:45 Áfram verður ódýrar að kaupa miða báðar leiðir með Flugrútunni. Miði fram og til baka kostar nú 6499. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent