Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:21 Brúnkuklútaþjófnaðurinn átti sér stað í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira