Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Sigríður var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka á árunum 2011 til 2016. Fréttablaðið/Pjetur Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24