Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 21:45 Michael Jordan of Clyde Drexler í úrslitunum 1992. Getty/John W. McDonough Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira