Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 09:34 Götur Hong Kong fylltust af svartklæddum mótmælendum. Vísir/Getty Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35