Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 12:12 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira