Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. júlí 2019 09:30 Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vínlandsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. Frettabladid/Stefán „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira