Eltu bíl Kawhi Leonard á þyrlu: Enn beðið og Kawhi er með þrjú NBA-lið í „gíslingu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 10:30 Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og maðurinn á bak við sigur Toronto Raptors í ár. Getty/John W. McDonough Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN. NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Sjá meira
Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN.
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Sjá meira