Efast um ágæti nýrrar rafmyntar Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:52 Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands (t.v.), og Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, takast í hendur á G7-fundinum. Vísir/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu.
Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30