Dómarinn sem vildi sýna meintum nauðgara vægð vegna fjölskyldu hans segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 10:42 Dómarar í New Jersey fá nú þjálfun í málum sem tengjast kynferðisbrotum og heimilisofbeldi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Hæstiréttur New Jersey-ríkis í Bandaríkjunum ætlar að láta alla dómara í ríkinu gangast undir nýja þjálfun eftir að nokkrir þeirra höfðu uppi óviðeigandi ummæli í kynferðisbrotamálum. Dómari sem taldi að sýna ætti unglingsdreng sem var ákærður fyrir nauðgun vægð í fyrra vegna þess að hann kæmi úr góðri fjölskyldu hefur sagt af sér. Athygli vakti þegar James Troiano, dómari í Monmouth-sýslu, sagði einnig að saksóknarar hefðu átt að gera jafnöldru piltsins grein fyrir því að hún gæti eyðilagt lífs hans með því að kæra hann fyrir nauðgun. Pilturinn var einnig sakaður um að hafa tekið upp myndband af nauðguninni.New York Times segir að Troiano hafi nú sagt af sér. Stjórnmálamenn í New Jersey höfðu krafist afsagnar hans eftir að ummæli hans voru gerð opinber fyrr í þessum mánuði og mótmæli höfðu verið haldin fyrir utan dómshúsið. Nú stendur til að bæta þjálfun dómara í málum þar sem kynferðisbrot, heimilisofbeldi, hlutdrægni og fjölbreytileiki koma við sögu. Markmiðið er að dómararnir geti komið niðurstöðum sínum til skila á hátt sem sé í samræmi við lög, sýni fórnarlömbum virðingu, verji rétt sakborninga og sé skiljanlegur almenningi. Þá tilkynnti hæstirétturinn að hann ætli að hefja skoðun á því hvort að annar dómari verði rekinn. Sá spurði konu hvort hún hefði þrýst lærunum saman til að koma í veg fyrir kynferðisárás. Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Drengnum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, tekið verknaðinn upp á myndband og deilt með vinum sínum. 3. júlí 2019 23:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hæstiréttur New Jersey-ríkis í Bandaríkjunum ætlar að láta alla dómara í ríkinu gangast undir nýja þjálfun eftir að nokkrir þeirra höfðu uppi óviðeigandi ummæli í kynferðisbrotamálum. Dómari sem taldi að sýna ætti unglingsdreng sem var ákærður fyrir nauðgun vægð í fyrra vegna þess að hann kæmi úr góðri fjölskyldu hefur sagt af sér. Athygli vakti þegar James Troiano, dómari í Monmouth-sýslu, sagði einnig að saksóknarar hefðu átt að gera jafnöldru piltsins grein fyrir því að hún gæti eyðilagt lífs hans með því að kæra hann fyrir nauðgun. Pilturinn var einnig sakaður um að hafa tekið upp myndband af nauðguninni.New York Times segir að Troiano hafi nú sagt af sér. Stjórnmálamenn í New Jersey höfðu krafist afsagnar hans eftir að ummæli hans voru gerð opinber fyrr í þessum mánuði og mótmæli höfðu verið haldin fyrir utan dómshúsið. Nú stendur til að bæta þjálfun dómara í málum þar sem kynferðisbrot, heimilisofbeldi, hlutdrægni og fjölbreytileiki koma við sögu. Markmiðið er að dómararnir geti komið niðurstöðum sínum til skila á hátt sem sé í samræmi við lög, sýni fórnarlömbum virðingu, verji rétt sakborninga og sé skiljanlegur almenningi. Þá tilkynnti hæstirétturinn að hann ætli að hefja skoðun á því hvort að annar dómari verði rekinn. Sá spurði konu hvort hún hefði þrýst lærunum saman til að koma í veg fyrir kynferðisárás.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Drengnum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, tekið verknaðinn upp á myndband og deilt með vinum sínum. 3. júlí 2019 23:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Drengnum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, tekið verknaðinn upp á myndband og deilt með vinum sínum. 3. júlí 2019 23:00