Leita leiða til að halda kjarnorkusamningnum við Íran í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 22:25 Fulltrúar ríkjanna funda í Vínarborg í dag. AP/Ronald Zak Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30