Notendum Snapchat fjölgar um átta prósent Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 23:13 Notendum forritsins fjölgaði um 13 milljónir, eða 11 milljónum meira en spár reiknuðu með. Getty/Thomas Trutschel Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira