Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:45 Kínverska flugfélagið Tianjin Airlines vinnur nú í því að hefja áætlunarflug til Íslands. Epa/ROMAN PILIPEY Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34