Ekkert verður til af engu Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:00 Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar