Kári, sem er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði, gekk í raðir Barcelona síðasta sumar en glímdi við mikil meiðsli á tíma sínum þar.
Hann þurfti meðal annars að gangast undir aðgerð í nóvember sem hélt honum lengi frá keppni en hann þurfti að fara í aðgerð vegna bólgu í hásinafestum.
Hafnfirðingurinn losnaði svo undan samningi við spænska liðið í sumar og hefur í sumar átt í viðræðum við nokkur lið. Hann hefur svo nú skrifað undir samning við finnska félagið.
PELAAJASOPIMUSUUTISIA
Islantilainen Kári Jónnson saapuu Stadiin!
21-vuotias islantilainen takamies saapuu Helsinkiin Espanjan LEB-liigassa pelaavasta Barcelona II:n joukkueesta.
https://t.co/KS95bxiVJu
Welcome to #Gullsnation@karijonss ! #Korisliiga#Helsinkipic.twitter.com/ZyzQTusUTJ
— HELSINKI SEAGULLS (@GullsBasketball) August 16, 2019
Helsinki lenti í sjöunda sæti deildarinar á síðustu leiktíð en það var slakasti árangur liðsins síðan 2014/2015.
Kári er ekki sá eini sem hefur skrifað undir samning við finnska liðið því Antti Kanervo, sem lék með Stjörnunni í vetur, er einnig genginn í raðir liðsins. Antti kemur frá Finnlandi.