Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. ágúst 2019 14:29 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. Forstöðumaður hagfræðideilda Landsbankans segir þetta afar sjaldgæft en þetta hafi komið áður fyrir í Danmörku. Ástæðan sé veikur hagvöxtur á evrusvæðinu. Hann telur að vextir haldi áfram að lækka hér á landi. Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum þá er boðið upp á fasta vexti til tíu ára. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að þetta hafi áður komið upp í Danmörku en sé afar sjaldgæft. „Þetta tengist því að danski íbúðamarkaðurinn er mjög nátengdur skuldabréfamörkuðum þar í landi.” „Og nú þegar stýrivexti eru neikvæðir og ávöxtunarkrafa á ríkispappírum nálgast núll þá fylgja þessir íbúðaskuldabréfapakkar oft og þá getur þetta gerst tímabundið,“ bætir Daníel við.Ólíklegt að slík lánakjör bjóðist hér á landi Stýrivextir í Danmörku eru í kringum -0,6 prósent. „Ástæðan fyrir því er að mjög veikur hagvöxtur á evrusvæðinu og danska krónan er í fastgengi gagnvart evrunni þannig að Danmörk hefur fylgt stýrivaxtaákvörðun evrópska Seðlabankans,“ segir Daníel. „Þetta er tilraun Seðlabankans til að örva hagkerfið og koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað.“ Hann segir afar ólíklegt að danskur banki gæti boðið upp á slík lánakjör hér á landi. „Kjörin hér á Íslandi taka mið af lánskjörum ríkissjóðs og meðan að vextir á ríkisskuldabréfum eru jákvæðir og mun hærri en í Danmörku er það afar ólíklegt.“ Daníel Svavarsson telur hins vegar að vextir hér á landi haldi áfram að lækka. Danmörk Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. Forstöðumaður hagfræðideilda Landsbankans segir þetta afar sjaldgæft en þetta hafi komið áður fyrir í Danmörku. Ástæðan sé veikur hagvöxtur á evrusvæðinu. Hann telur að vextir haldi áfram að lækka hér á landi. Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum þá er boðið upp á fasta vexti til tíu ára. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að þetta hafi áður komið upp í Danmörku en sé afar sjaldgæft. „Þetta tengist því að danski íbúðamarkaðurinn er mjög nátengdur skuldabréfamörkuðum þar í landi.” „Og nú þegar stýrivexti eru neikvæðir og ávöxtunarkrafa á ríkispappírum nálgast núll þá fylgja þessir íbúðaskuldabréfapakkar oft og þá getur þetta gerst tímabundið,“ bætir Daníel við.Ólíklegt að slík lánakjör bjóðist hér á landi Stýrivextir í Danmörku eru í kringum -0,6 prósent. „Ástæðan fyrir því er að mjög veikur hagvöxtur á evrusvæðinu og danska krónan er í fastgengi gagnvart evrunni þannig að Danmörk hefur fylgt stýrivaxtaákvörðun evrópska Seðlabankans,“ segir Daníel. „Þetta er tilraun Seðlabankans til að örva hagkerfið og koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað.“ Hann segir afar ólíklegt að danskur banki gæti boðið upp á slík lánakjör hér á landi. „Kjörin hér á Íslandi taka mið af lánskjörum ríkissjóðs og meðan að vextir á ríkisskuldabréfum eru jákvæðir og mun hærri en í Danmörku er það afar ólíklegt.“ Daníel Svavarsson telur hins vegar að vextir hér á landi haldi áfram að lækka.
Danmörk Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25