Tölvuforrit geti brenglað verð til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:00 Tölvuyrki höfðu meiri áhuga á ferðum til Íslands en raunverulegir ferðalangar ef marka má úttekt netöryggisfyrirtækisins. Getty/Oscar Bjarnason Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins. Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins.
Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira