Lambakjötsöryggi Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Landbúnaður Neytendur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun