Stjórnkænska og styrkur Einar Benediktsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar