Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 11:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki geta lengt strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á hann að gera. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33