Þrátt fyrir að lenda mest 26 stigum undir kom Ítalía til baka og vann Púertó Ríkó, 89-94, eftir framlengingu í milliriðli J á HM í körfubolta í dag. Sigurinn dugði þó skammt því Ítalía kemst ekki áfram í 8-liða úrslit. Sömu sögu er að segja af Púertó Ríkó.
Marco Belinelli, leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur Ítala með 27 stig. Átján þeirra komu í 4. leikhluta og framlengingu. Danilo Gallinari, leikmaður Oklahoma City Thunder, skoraði 22 stig. Renaldo Balkman var með 14 stig fyrir Púertó Ríkó.
Ítalía var 14 stigum undir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en vann hann, 19-33. Ítalir unnu svo framlenginguna, 6-11.
Spánn og Serbía mætast í úrslitaleik um sigurinn í milliriðli J seinna í dag.
Rússland bar sigurorð af Venesúela, 60-69, í milliriðli I. Bæði lið sátu eftir með sárt ennið en Argentína og Pólland eru komin áfram í 8-liða úrslit. Þau berjast um sigurinn í riðlinum síðar í dag.
Andrey Vorontsevich var allt í öllu hjá Rússum. Hann skoraði 17 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Michaek Carrera var stigahæstur Venesúelamanna með 19 stig. Hann tók einnig tíu fráköst.
Belinelli í aðalhlutverki í endurkomu Ítala
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti
Fleiri fréttir
