Skógareyðing ekki málefni einstakra ríkja heldur heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 23:02 Frans páfi á Madagaskar. AP/Alexander Joe Frans páfi segir að skógareyðing og útrýming dýra- og jurtategunda eigi ekki að vera málefni einstakra ríkja. Þar sem þau ógni plánetunni allri og því varði þau alla íbúa plánetunnar. Páfinn er nú staddur á Madagaskar en sérfræðingar og rannsakendur segja eyjuna hafa tapað um 44 prósentum skóglendis á síðustu 60 árum og það megi að miklu leyti rekja til ólöglegs skógarhöggs. Eflaust má tengja ummæli páfans við ummæli Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem sagði nýverið að umfangsmiklir brunar í regnskógum Amason kæmu heiminum í raun ekki við. Um innanríkismál væri að ræða. Frans sagði spillingu, mikla fátækt og aðra þætti hafa leitt til skógareyðingar Madagaskar og sagði að nauðsynlegt væri að útvega aðilum sem stundi ólöglegt skógarhögg og veiðiþjófnað atvinnu. Annars væri ómögulegt að koma í veg fyrir það.Samkvæmt Reuters er Madagaskar eitt af fátækustu ríkjum heimsins. Þar búa um 26 milljónir manna og Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90 prósent þeirra lifi á undir 250 krónum á dag. Vannæring er umfangsmikil á Madagaskar og það sama má segja um spillingu.Eftirlitsaðilar segja að ríkisstjórn Andry Rajoelina, forseta Madagaskar, hafi litið undan ólöglegu skógarhöggi og jafnvel grætt á því. Að mestu er um að ræða sölu rósa- og svartviðar til Kína. Brasilía Madagaskar Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Frans páfi segir að skógareyðing og útrýming dýra- og jurtategunda eigi ekki að vera málefni einstakra ríkja. Þar sem þau ógni plánetunni allri og því varði þau alla íbúa plánetunnar. Páfinn er nú staddur á Madagaskar en sérfræðingar og rannsakendur segja eyjuna hafa tapað um 44 prósentum skóglendis á síðustu 60 árum og það megi að miklu leyti rekja til ólöglegs skógarhöggs. Eflaust má tengja ummæli páfans við ummæli Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem sagði nýverið að umfangsmiklir brunar í regnskógum Amason kæmu heiminum í raun ekki við. Um innanríkismál væri að ræða. Frans sagði spillingu, mikla fátækt og aðra þætti hafa leitt til skógareyðingar Madagaskar og sagði að nauðsynlegt væri að útvega aðilum sem stundi ólöglegt skógarhögg og veiðiþjófnað atvinnu. Annars væri ómögulegt að koma í veg fyrir það.Samkvæmt Reuters er Madagaskar eitt af fátækustu ríkjum heimsins. Þar búa um 26 milljónir manna og Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90 prósent þeirra lifi á undir 250 krónum á dag. Vannæring er umfangsmikil á Madagaskar og það sama má segja um spillingu.Eftirlitsaðilar segja að ríkisstjórn Andry Rajoelina, forseta Madagaskar, hafi litið undan ólöglegu skógarhöggi og jafnvel grætt á því. Að mestu er um að ræða sölu rósa- og svartviðar til Kína.
Brasilía Madagaskar Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent