Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 11:32 Þúsundir hafa fallið í loftárásum í Jemen. AP/Hani Mohammed Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24