„Panikkaði“ og skoraði sigurkörfu ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 12:30 Dearica Marie Hamby. Getty/Greg Nelson Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019 NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019
NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira