Íranskar konur fá að fara á fótboltaleiki eftir andlát bláu stúlkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 15:59 Íranskar fótboltaáhugakonur á landsleik Íran og Barein árið 2005. getty/Mohsen Shandiz Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran. FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran.
FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00