Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:15 Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira