Alba Berlín hafði betur gegn Zenit St. Pétursborg í fyrstu umferð riðlakeppni Euroleague í körfubolta í kvöld.
Martin Hermannsson skoraði sjö stig fyrir Alba, sem vann leikinn 85-65. Þá átti hann níu stoðsendingar á liðsfélaga sína.
Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta tók Berlínarliðið forystuna og þá var ekki aftur snúið.
Þeir voru með 47-31 forskot í hálfleik og fór svo að þeir unnu þægilegan 20 stiga sigur.
Þetta var fyrsti leikur Martins Hermannssonar í þessari sterkustu deild Evrópukörfuboltans.
Martin byrjaði ferilinn í Euroleague á sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
