Málverk eftir breska götulistamanninn Banksy seldist á uppboði hjá Sotheby‘s í London í gær á rétt tæpar tíu milljónir punda.
Það er hæsta verð sem fengist hefur fyrir Banksy-verk og er um að ræða stærsta þekkta málverk listamannsins, sem yfirleitt málar á húsveggi.
Verkið er fjórir metrar á breidd og sýnir breska þingið í öllu sínu veldi en í stað þingmanna er salurinn fullur af simpönsum.
Listamaðurinn brást sjálfur við tíðindunum á Instagram-reikningi sínum og sagði leiðinlegt að málverkið væri ekki lengur í sinni eigu, en seljandinn er óþekktur.
Bansky málaði verkið árið 2009.
Banksy-verk seldist á metfé

Tengdar fréttir

Parísarrottu Banksy stolið
Listaverki huldumannsins Banksy var stolið aðfaranótt mánudags í París.

Kom fram í hnífstunguvesti eftir Banksy
Rapparinn Stormzy kom fram á Glastonbury hátíðinni í gær.

Banksy tók málin í sínar hendur og sýndi á Feneyjatvíæringnum án leyfis
Breski götulistamaðurinn Banksy furðaði sig á því að honum hafði aldrei verið boðið að sýna á Feneyjatvíæringnum.