Segir Trump alltaf hafa verið spilltan Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 14:12 Hillary og Chelsea Clinton ásamt Stephen Colbert. Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent