Skjólstæðingarnir vilji frekar fá þjónustu heima hjá sér en að liggja inn á deildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 17:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar. Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar.
Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira