Sendi nemendum sínum skilaboðin: „Drullist til að lesa áðurnefnt, helvítis hálfvitarnir ykkar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2019 15:15 Aðalbygging Kvennaskólans við Fríkirkjuveg í Reykjavík. Wikimeida Commons Fyrrverandi kennari við Kvennaskólann í Reykjavík hefur tapað máli sem hann höfðaði á hendur Hjalta Jóni Sveinssyni, skólastjóra Kvennaskólans. Taldi kennarinn sig eiga rétt á miskabótum vegna tölvupósts sem skólastjórinn sendi á nemendur og foreldra, þá sömu og kennarinn hafði sent óviðeigandi tölvupóst á. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan mánuðinn þar sem skólastjórinn var sýknaður af 1,5 milljóna króna bótakröfu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kennaranum hefði ekki tekist að sanna að skólastjóranum hafi verið kunnugt um andleg veikindi kennarans. Hafnaði dómurinn því að skólastjórinn hefði dreift heilsufarsupplýsingum um kennarann og þannig brotið gegn þagnarskyldu sinni og friðhelgi einkalífs kennarans. „Honum er greinilega ekki sjálfrátt“ Málið kom upp á haustönn 2017. Að kvöldi dags sendi kennarinn tölvuskeyti til nemenda og foreldra þeirra þar sem nemendurnir voru undir átján ára aldri. Tilgangur þess var að setja þeim fyrir námsefni þar sem kennarinn var veikur og ekki væntanlegur í skólann daginn eftir. Tölvupósturinn hljóðaði svo: „Ekki getum við látið allan tímann líða aðgerðarlaus þó ég heilsuleysist hjá því að mæta í skólann. Viljið þið lesa ykkur vandlega í gegnum Lærdómsöldina í heftinu, sleppið textadæmunum, fyrir mánudaginn? Eða: Drullist til að lesa áðurnefnt, helvítis hálfvitarnir ykkar. (þið megið velja hvor skilaboðin henta ykkur betur). Alla vega, do it!“ Skólastjóri Kvennaskólans fékk daginn eftir athugasemdir frá foreldrum nemenda, bæði í síma og tölvupósti. Lýsti skólastjórinn bréfinu sem áfalli enda skeyti kennarans verið langt langt umfram almennt siðgæði í skólanum. Sendi hann því eftirfarandi tölvupóst á sama hóp og hafði fengið fyrri póst frá kennaranum: „Ég vil fyrir hönd [...] biðja ykkur afsökunar á þeim pósti sem A [...] sendi ykkur í gærkvöldi. Honum er greinilega ekki sjálfrátt og hefur átt við veikindi að stríða.“ Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Ein milljón í bætur eða dómsmál Í framhaldinu funduðu kennarinn og skólastjórinn. Komust þeir að niðurstöðu þess efnis að báðir myndu senda frá sér einn tölvupóst til viðbótar. Kennarinn til að biðjast afsökunar á upphaflega póstinum og skólastjórinn til að biðjast afsökunar orðalagi í sínum pósti. Það hefðu verið mistök af hans hálfu að tjá sig á þann hátt um málefni einstaks starfsmanns. Um leið var tilkynnt að kennarinn hefði sagt starfi sínu lausu og yrði í leyfi út árið. Skólastjórinn taldi málinu lokið en í desember 2017 barst krafa frá kennaranum um miskabætur upp á eina milljón króna auk lögmannskostnaðar. Annars yrði höfðað mál fyrir dómi. Skólastjórinn taldi sig þegar hafa beðist afsökunar á málinu og raunar gert mun meira en tilefni stóð til í þeim tilgangi að reyna að loka málinu eins fljótt og auðið væri. Hafnaði hann miskabótakröfunni sem varð til þess að kennarinn höfðaði mál. Tilkynnti fjarveru til starfsmanns skólans Kennarinn byggði mál sitt á því að um áramótin 2016/2017 hefði hann leitað til starfsmanns skólans og tjáð að hann væri ekki í ástandi til að kenna. Þá hefði hann sent læknisvottorð frá geðlækni. Starfsmaðurinn hefði látið skólastjórann vita af fjarveru kennarans og því hefði hann hlotið að hafa kynnt sér ástæður veikinda kennarans. Þannig hafi skólastjóranum átt að vera kunnugt um að kennarinn ætti við andleg veikindi að stríða. Skólastjórinn vísaði til þess að kennarinn hefði hvorki hringt í hann né trúað fyrir veikindum sínum. Skólastjórinn hafi talið að kennarinn þjáðist af kulnun í starfi en einhver hafi sagt svo vera. Hann hefði ekki skoðað læknisvottorð fyrr en löngu seinna og þar kæmi raunar ekki fram hvað væri að. Einungis að hann væri frá kennslu og vottorðið væri undirritað af geðlækni. Skólastjórinn þvertók fyrir að hafa nokkra vitneskju um andleg veikindi kennarans. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, var alfarið sýknaður í málinu. Símtal eða ekki símtal Í niðurstöðu dómsins segir að þegar litið sé til vitnisburðar málsaðila sé ljóst að kennarinn hafi ekki tilkynnt skólastjóranum um veikindi sín. Vísar dómurinn sérstaklega til þess að kennarinn muni ekki hvað fór á milli hans og skólastjórans í ætluðu símtali, símtali sem skólastjórinn muni sjálfur ekki eftir að hafi átt sér stað. Var því í málinu lagt til grundvallar að kennarinn hefði tilkynnt starfsmanni um óvinnufærni og skólastjórinn fengið upplýsingarnar frá starfsmanninum. Skólastjórinn hafi virt læknisvottorðið og það sé ekki skylda hans að inna að fyrra bragði starfsmenn eftir veikindum þegar vottorð liggi fyrir. Kennarinn þurfi því að mati dómsins að bera hallan af því að hafa ekki sinnt því að upplýsa skólastjórann um veikindi. Er því sömuleiðis lagt til grundvallar að skólastjóranum hafi verið ókunnugt um eðli veikinda sem hrjáðu kennarann á vorönn 2017. Misheppnaður brandari Kennarinn sagði fyrir dómi að orð hans í bréfinu til nemenda og foreldra hefðu verið óviðeigandi og skeytið ósmekklegt. Um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara. Viðbrögðin vegna skeytisins hefðu verið harkaleg og hann verið niðurbrotinn vegna þeirra. Skólastjórinn sagði tölvupóst kennarans hafa verið áfall fyrir sig og starfsfólkið. Hann hafi sem skólastjóri orðið að bregðast við því og hafi því svarað því. Kennarinn taldi skólastjórann hafa gefið til kynna að kennarinn ætti við andleg veikindi að stríða með tölvupósti sínum. Með því að víkja að andlegri heilsu kennarans hafi skólastjórinn opinberað trúnaðarupplýsingar. Það kom fram í orðunum: „Honum er greinilega ekki sjálfrátt og hefur átt við veikindi að stríða.“ Orðasambandið ekki tengt við andleg veikindi Dómurinn vísar til eigin niðurstöðu þess efnis að skólastjóranum hafi verið ókunnugt um andleg veikindi kennarans á vorönn 2017. Kennarinn hafi verið aftur mættur til starfa á haustönn og mætti því ætla að hann hafi verið búinn að ná sér af þeim sjúkdómi sem hrjáði hann. Varðandi heilsufar kennarans á haustönn liggi það fyrir í málinu að frá upphafi haustannar og til 24. október 2017 hafi kennarinn verið með um það bil 28% fjarveru. Fyrir dómi kvað kennarinn að fjarvera hans á haustönn hefði verið vegna umgangspesta og líkamlegra veikinda. Þessi mikla fjarvera kennarans frá vinnu á haustönn 2017 studdi að mati dómsins að kennarinn hefði átt við veikindi að stríða, sem og það sem fram kom í tölvuskeyti kennarans sjálfs að hann „heilsuleysist“ frá því að koma til vinnu. Pósturinn sem sendur var nemendum og foreldrum þeirra. Í tölvupósti skólastjórans sé ekkert minnst á ætluð andleg veikindi kennarans og ekki efni til að ætla að átt sé við slík veikindi. „Engu breytir þótt stefndi segi í tölvupósti sínum að stefnanda sé ekki sjálfrátt. Með þessum orðum er stefndi að setja fram sína skoðun. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs þýðir það að vera sjálfrátt að viðkomandi ráði sjálfur hvað hann geri. Að vera ekki sjálfrátt þýðir að einhver segi eða geri eitthvað sem skynsemin eða vitundin stjórni ekki. Orðasambandið er ekki tengt við andleg veikindi, heldur að dómgreind hafi brostið,“ segir í niðurstöðu dómsins. Kennarinn hafi viðurkennt fyrir dómi að í tölvupósti hafi hann reynt að vera fyndinn með ósmekklegum hætti og það hafi ekki verið viðeigandi. Kennarinn og skólastjórinn séu sammála um þetta. Greindi sjálfur frá heilsuleysi sínu Er það niðurstaða dómsins að kennarinn hafi ekki náð að sanna að skólastjórinn hafi vitað af andlegum veikindum hans á vorönn 2017. Því hafi hann ekki getað verið að vísa til þeirra í tölvupóstinum. Varðandi heilsufar kennarans á haustönn hafi hann sjálfur greint frá heilsuleysi sínu í tölvupósti til nemenda og foreldra. Tölvupóstur skólastjóra hafi farið til sama hóps. Dómurinn hafnar því að skólastjórinn hafi verið að dreifa heilsufarsupplýsingum um kennarann og brotið þannig gegn þagnarskyldu sinni og friðhelgi einkalífs kennarans. Var skólastjórinn því sýknaður en dómnum þótti eðlilegt að hvor aðili um sig bæri sinn kostnað af málinu. Málskostnaður var felldur niður. Um er að ræða annað dómsmálið sem starfsmaður Kvennaskólans höfðar á skömmum tíma. Í fyrra var fyrrverandi umsjónarmanni húsnæðis skólans dæmdar tíu milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fyrrverandi kennari við Kvennaskólann í Reykjavík hefur tapað máli sem hann höfðaði á hendur Hjalta Jóni Sveinssyni, skólastjóra Kvennaskólans. Taldi kennarinn sig eiga rétt á miskabótum vegna tölvupósts sem skólastjórinn sendi á nemendur og foreldra, þá sömu og kennarinn hafði sent óviðeigandi tölvupóst á. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan mánuðinn þar sem skólastjórinn var sýknaður af 1,5 milljóna króna bótakröfu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kennaranum hefði ekki tekist að sanna að skólastjóranum hafi verið kunnugt um andleg veikindi kennarans. Hafnaði dómurinn því að skólastjórinn hefði dreift heilsufarsupplýsingum um kennarann og þannig brotið gegn þagnarskyldu sinni og friðhelgi einkalífs kennarans. „Honum er greinilega ekki sjálfrátt“ Málið kom upp á haustönn 2017. Að kvöldi dags sendi kennarinn tölvuskeyti til nemenda og foreldra þeirra þar sem nemendurnir voru undir átján ára aldri. Tilgangur þess var að setja þeim fyrir námsefni þar sem kennarinn var veikur og ekki væntanlegur í skólann daginn eftir. Tölvupósturinn hljóðaði svo: „Ekki getum við látið allan tímann líða aðgerðarlaus þó ég heilsuleysist hjá því að mæta í skólann. Viljið þið lesa ykkur vandlega í gegnum Lærdómsöldina í heftinu, sleppið textadæmunum, fyrir mánudaginn? Eða: Drullist til að lesa áðurnefnt, helvítis hálfvitarnir ykkar. (þið megið velja hvor skilaboðin henta ykkur betur). Alla vega, do it!“ Skólastjóri Kvennaskólans fékk daginn eftir athugasemdir frá foreldrum nemenda, bæði í síma og tölvupósti. Lýsti skólastjórinn bréfinu sem áfalli enda skeyti kennarans verið langt langt umfram almennt siðgæði í skólanum. Sendi hann því eftirfarandi tölvupóst á sama hóp og hafði fengið fyrri póst frá kennaranum: „Ég vil fyrir hönd [...] biðja ykkur afsökunar á þeim pósti sem A [...] sendi ykkur í gærkvöldi. Honum er greinilega ekki sjálfrátt og hefur átt við veikindi að stríða.“ Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Ein milljón í bætur eða dómsmál Í framhaldinu funduðu kennarinn og skólastjórinn. Komust þeir að niðurstöðu þess efnis að báðir myndu senda frá sér einn tölvupóst til viðbótar. Kennarinn til að biðjast afsökunar á upphaflega póstinum og skólastjórinn til að biðjast afsökunar orðalagi í sínum pósti. Það hefðu verið mistök af hans hálfu að tjá sig á þann hátt um málefni einstaks starfsmanns. Um leið var tilkynnt að kennarinn hefði sagt starfi sínu lausu og yrði í leyfi út árið. Skólastjórinn taldi málinu lokið en í desember 2017 barst krafa frá kennaranum um miskabætur upp á eina milljón króna auk lögmannskostnaðar. Annars yrði höfðað mál fyrir dómi. Skólastjórinn taldi sig þegar hafa beðist afsökunar á málinu og raunar gert mun meira en tilefni stóð til í þeim tilgangi að reyna að loka málinu eins fljótt og auðið væri. Hafnaði hann miskabótakröfunni sem varð til þess að kennarinn höfðaði mál. Tilkynnti fjarveru til starfsmanns skólans Kennarinn byggði mál sitt á því að um áramótin 2016/2017 hefði hann leitað til starfsmanns skólans og tjáð að hann væri ekki í ástandi til að kenna. Þá hefði hann sent læknisvottorð frá geðlækni. Starfsmaðurinn hefði látið skólastjórann vita af fjarveru kennarans og því hefði hann hlotið að hafa kynnt sér ástæður veikinda kennarans. Þannig hafi skólastjóranum átt að vera kunnugt um að kennarinn ætti við andleg veikindi að stríða. Skólastjórinn vísaði til þess að kennarinn hefði hvorki hringt í hann né trúað fyrir veikindum sínum. Skólastjórinn hafi talið að kennarinn þjáðist af kulnun í starfi en einhver hafi sagt svo vera. Hann hefði ekki skoðað læknisvottorð fyrr en löngu seinna og þar kæmi raunar ekki fram hvað væri að. Einungis að hann væri frá kennslu og vottorðið væri undirritað af geðlækni. Skólastjórinn þvertók fyrir að hafa nokkra vitneskju um andleg veikindi kennarans. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, var alfarið sýknaður í málinu. Símtal eða ekki símtal Í niðurstöðu dómsins segir að þegar litið sé til vitnisburðar málsaðila sé ljóst að kennarinn hafi ekki tilkynnt skólastjóranum um veikindi sín. Vísar dómurinn sérstaklega til þess að kennarinn muni ekki hvað fór á milli hans og skólastjórans í ætluðu símtali, símtali sem skólastjórinn muni sjálfur ekki eftir að hafi átt sér stað. Var því í málinu lagt til grundvallar að kennarinn hefði tilkynnt starfsmanni um óvinnufærni og skólastjórinn fengið upplýsingarnar frá starfsmanninum. Skólastjórinn hafi virt læknisvottorðið og það sé ekki skylda hans að inna að fyrra bragði starfsmenn eftir veikindum þegar vottorð liggi fyrir. Kennarinn þurfi því að mati dómsins að bera hallan af því að hafa ekki sinnt því að upplýsa skólastjórann um veikindi. Er því sömuleiðis lagt til grundvallar að skólastjóranum hafi verið ókunnugt um eðli veikinda sem hrjáðu kennarann á vorönn 2017. Misheppnaður brandari Kennarinn sagði fyrir dómi að orð hans í bréfinu til nemenda og foreldra hefðu verið óviðeigandi og skeytið ósmekklegt. Um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara. Viðbrögðin vegna skeytisins hefðu verið harkaleg og hann verið niðurbrotinn vegna þeirra. Skólastjórinn sagði tölvupóst kennarans hafa verið áfall fyrir sig og starfsfólkið. Hann hafi sem skólastjóri orðið að bregðast við því og hafi því svarað því. Kennarinn taldi skólastjórann hafa gefið til kynna að kennarinn ætti við andleg veikindi að stríða með tölvupósti sínum. Með því að víkja að andlegri heilsu kennarans hafi skólastjórinn opinberað trúnaðarupplýsingar. Það kom fram í orðunum: „Honum er greinilega ekki sjálfrátt og hefur átt við veikindi að stríða.“ Orðasambandið ekki tengt við andleg veikindi Dómurinn vísar til eigin niðurstöðu þess efnis að skólastjóranum hafi verið ókunnugt um andleg veikindi kennarans á vorönn 2017. Kennarinn hafi verið aftur mættur til starfa á haustönn og mætti því ætla að hann hafi verið búinn að ná sér af þeim sjúkdómi sem hrjáði hann. Varðandi heilsufar kennarans á haustönn liggi það fyrir í málinu að frá upphafi haustannar og til 24. október 2017 hafi kennarinn verið með um það bil 28% fjarveru. Fyrir dómi kvað kennarinn að fjarvera hans á haustönn hefði verið vegna umgangspesta og líkamlegra veikinda. Þessi mikla fjarvera kennarans frá vinnu á haustönn 2017 studdi að mati dómsins að kennarinn hefði átt við veikindi að stríða, sem og það sem fram kom í tölvuskeyti kennarans sjálfs að hann „heilsuleysist“ frá því að koma til vinnu. Pósturinn sem sendur var nemendum og foreldrum þeirra. Í tölvupósti skólastjórans sé ekkert minnst á ætluð andleg veikindi kennarans og ekki efni til að ætla að átt sé við slík veikindi. „Engu breytir þótt stefndi segi í tölvupósti sínum að stefnanda sé ekki sjálfrátt. Með þessum orðum er stefndi að setja fram sína skoðun. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs þýðir það að vera sjálfrátt að viðkomandi ráði sjálfur hvað hann geri. Að vera ekki sjálfrátt þýðir að einhver segi eða geri eitthvað sem skynsemin eða vitundin stjórni ekki. Orðasambandið er ekki tengt við andleg veikindi, heldur að dómgreind hafi brostið,“ segir í niðurstöðu dómsins. Kennarinn hafi viðurkennt fyrir dómi að í tölvupósti hafi hann reynt að vera fyndinn með ósmekklegum hætti og það hafi ekki verið viðeigandi. Kennarinn og skólastjórinn séu sammála um þetta. Greindi sjálfur frá heilsuleysi sínu Er það niðurstaða dómsins að kennarinn hafi ekki náð að sanna að skólastjórinn hafi vitað af andlegum veikindum hans á vorönn 2017. Því hafi hann ekki getað verið að vísa til þeirra í tölvupóstinum. Varðandi heilsufar kennarans á haustönn hafi hann sjálfur greint frá heilsuleysi sínu í tölvupósti til nemenda og foreldra. Tölvupóstur skólastjóra hafi farið til sama hóps. Dómurinn hafnar því að skólastjórinn hafi verið að dreifa heilsufarsupplýsingum um kennarann og brotið þannig gegn þagnarskyldu sinni og friðhelgi einkalífs kennarans. Var skólastjórinn því sýknaður en dómnum þótti eðlilegt að hvor aðili um sig bæri sinn kostnað af málinu. Málskostnaður var felldur niður. Um er að ræða annað dómsmálið sem starfsmaður Kvennaskólans höfðar á skömmum tíma. Í fyrra var fyrrverandi umsjónarmanni húsnæðis skólans dæmdar tíu milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira