Í þjóðarhag – eða sægreifa Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun