Elmar Hallgríms nýr framkvæmdastjóri Samiðnar samhliða trésmíðanámi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 11:55 Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, handsala samninginn. Samiðn Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni sem gegndi því í þrjá áratugi. Þorbjörn starfar áfram á vegum Samiðnar og er í forystu sambandsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samiðn sem er samband tólf aðildarfélaga iðnaðarmanna víðsvegar um landið. Elmar er lögfræðingur með embættispróf frá Háskóla Íslands og prófgráðu líka frá University of Pennsylvania í Bandaríkjunum. Hann lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og viðskiptasiðfræði frá HÍ, einnig prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Elmar hefur m.a. starfað í stjórnunarstöðu hjá Vodafone, 365 miðlum og var um árabil lektor við Háskóla Íslands, og starfar þar nú sem stundakennari í viðskiptafræðideild og kennir m.a. samningatækni í MBA-námi HÍ, sem og við lagadeild skólans. Þá er hann þjálfari hjá Dale Carnegie. Elmar þekkir vel til í fjölmiðlageiranum. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 árið 2016 en sagði upp þar í september 2018. Hálfu ári síðar var hann ráðinn í stjórnandateymi Sýnar en var einn fimm stjórnenda sem var sagt upp nokkrum mánuðum síðar.Iðnaður standi honum nærri „Ég tek við góðu búi af Þorbirni og mun gefa mér tíma í að kynnast nýju vinnuumhverfi. Breyttar áherslur fylgja jafnan nýjum stjórnendum en tíminn leiðir í ljós hverjar þær verða og hvernig þær birtast. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að hagsmunum félagsmanna og annast rekstur Samiðnar (eins vel og unnt er). Ég hef sömuleiðis hug á að kynna Samiðn meira út á við og styrkja ímynd sambandsins. Stærstu verkefnin framundan varða til dæmis breytt launakerfi félagsmanna þar sem hæfni skal líka metin til launa en ekki horft einvörðungu til starfsaldurs. Þá er mikil áskorun fólgin í því að takast á við áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Störf munu breytast, ný störf verða til og einhverjum störfum getur fækkað. Þarna blasir við að tengja iðnmenntun inn í háskólaumhverfið og þar sé ég mörg tækifæri og nauðsyn á að iðnaðarmenn og samtök okkar hafi frumkvæði í umræðu og áhrif á þróun mála. Iðnaður og handverk hefur verið nálægt mér alla tíð. Móðir mín er gullsmiður og foreldrar mínir reka verslun á Laugavegi. Þá er bróðir minn sömuleiðis gullsmiður og segja má að í móðurættinni sé gullsmíðin fjölskylduiðn. Sjálfur hef ég annan bakgrunn en hef kynnst samtökum og félögum í verkalýðshreyfingunni með margvíslegum hætti. Ég hef m.a. haldið námskeið og veitt ráðgjöf og aðstoð í kjarasamningum. Áhugi á iðnaði er sannarlega til staðar og kviknaði löngu áður en framkvæmdastjórastarf hjá Samiðn kom til sögunnar. Núna stunda ég trésmíðanám á kvöldnámskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef fengið staðfest að miklu erfiðara er að ná tökum á því að geirnegla en að lesa almenna lögfræði!“ Vistaskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni sem gegndi því í þrjá áratugi. Þorbjörn starfar áfram á vegum Samiðnar og er í forystu sambandsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samiðn sem er samband tólf aðildarfélaga iðnaðarmanna víðsvegar um landið. Elmar er lögfræðingur með embættispróf frá Háskóla Íslands og prófgráðu líka frá University of Pennsylvania í Bandaríkjunum. Hann lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og viðskiptasiðfræði frá HÍ, einnig prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Elmar hefur m.a. starfað í stjórnunarstöðu hjá Vodafone, 365 miðlum og var um árabil lektor við Háskóla Íslands, og starfar þar nú sem stundakennari í viðskiptafræðideild og kennir m.a. samningatækni í MBA-námi HÍ, sem og við lagadeild skólans. Þá er hann þjálfari hjá Dale Carnegie. Elmar þekkir vel til í fjölmiðlageiranum. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 árið 2016 en sagði upp þar í september 2018. Hálfu ári síðar var hann ráðinn í stjórnandateymi Sýnar en var einn fimm stjórnenda sem var sagt upp nokkrum mánuðum síðar.Iðnaður standi honum nærri „Ég tek við góðu búi af Þorbirni og mun gefa mér tíma í að kynnast nýju vinnuumhverfi. Breyttar áherslur fylgja jafnan nýjum stjórnendum en tíminn leiðir í ljós hverjar þær verða og hvernig þær birtast. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að hagsmunum félagsmanna og annast rekstur Samiðnar (eins vel og unnt er). Ég hef sömuleiðis hug á að kynna Samiðn meira út á við og styrkja ímynd sambandsins. Stærstu verkefnin framundan varða til dæmis breytt launakerfi félagsmanna þar sem hæfni skal líka metin til launa en ekki horft einvörðungu til starfsaldurs. Þá er mikil áskorun fólgin í því að takast á við áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Störf munu breytast, ný störf verða til og einhverjum störfum getur fækkað. Þarna blasir við að tengja iðnmenntun inn í háskólaumhverfið og þar sé ég mörg tækifæri og nauðsyn á að iðnaðarmenn og samtök okkar hafi frumkvæði í umræðu og áhrif á þróun mála. Iðnaður og handverk hefur verið nálægt mér alla tíð. Móðir mín er gullsmiður og foreldrar mínir reka verslun á Laugavegi. Þá er bróðir minn sömuleiðis gullsmiður og segja má að í móðurættinni sé gullsmíðin fjölskylduiðn. Sjálfur hef ég annan bakgrunn en hef kynnst samtökum og félögum í verkalýðshreyfingunni með margvíslegum hætti. Ég hef m.a. haldið námskeið og veitt ráðgjöf og aðstoð í kjarasamningum. Áhugi á iðnaði er sannarlega til staðar og kviknaði löngu áður en framkvæmdastjórastarf hjá Samiðn kom til sögunnar. Núna stunda ég trésmíðanám á kvöldnámskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef fengið staðfest að miklu erfiðara er að ná tökum á því að geirnegla en að lesa almenna lögfræði!“
Vistaskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira