Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti Hjörvar Ólafsson skrifar 31. október 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson fór snemma út og tókst að vinna sig upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/TF-Images Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira