Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir skrifa 7. nóvember 2019 14:14 Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun