Óþekktur nýliði kom Golden State til bjargar á afmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 18:30 Eric Paschall er leikmaður Golden State Warriors og var frábær í nótt. Getty/Ezra Shaw Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira