Þjóðin á með réttu auðlindir sjávar! Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun