Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:15 Norski bankinn DNB lokaði á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Vísir/EPA Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent