Eru íslensk heimili farin að dempa hagsveifluna? Jón Bjarki Bentsson skrifar 18. nóvember 2019 14:45 Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun