Að ferðalokum námsmanna erlendis Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun