Gary Neville segir að léleg leikmannakaup hafi orðið Unai Emery að falli. Emery var rekinn frá Arsenal í gær.
Neville er knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports og skrifaði hann pistil á enska miðlinum eftir brottrekstur Emery.
„Það er alltaf sorglegt þegar þjálfari missir starfið, og sama hvernig úrslitin eru þá er það mikið vandamál þegar stuðningsmennirnir eru ekki á bak við stjórann,“ skrifaði Neville.
„Án nokkurs vafa þá voru það leikmennirnir sem brugðust Emery. Stjórinn þarf að taka fallinu, því það er á hans ábyrgð að stýra liðinu.“
„Ég hef verið gagnrýninn á mitt félag síðustu ár fyrir stefnu þeirra í leikmannamálum en Arsenal, þeirra stefna hefur verið sorgleg.“

