Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2019 14:14 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent