Dæmdur fyrir árás á öryggisvörð Landsbankans sem tók síma af föður hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Kristján Örn á leiðinni inn í Landsbankann. Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir. Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir.
Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira